laugardagur, 6. desember 2014

laugardagur, 29. nóvember 2014

mánudagur, 24. nóvember 2014

Ísafjörður er uppáhaldsstaðurinn.

Nokkrar myndir frá fallega bænum mínum.

Morgunlognið í ágúst 2013

Home - lok nóvember 2013

Fékk þetta fallega veður í afmælisgjöf í ár

Svona tók Ísafjörður á móti okkur þegar við fórum óvænt vestur í ágúst

Skúturnar á pollinum í ágúst 2014

Fjörðurinn og bærinn sem ég sakna alltaf - ágúst 2014

föstudagur, 22. ágúst 2014

"Nýjir" kertastjakar

Eftir að hafa frestað því í nokkur ár að fara í gegnum allt gamla dótið sem við systur fengum að geyma í kjallarnum heima hjá mömmu og pabba, létum við loksins verða að því núna í sumar.

Þar leyndist alls konar dót/drasl í kjallarnum og fóru heilu kassarnir beint á ruslahaugana.
Upp úr einum kassanum komu þó þessir, að mér finnst, flottu kertastjakar.
Ég týmdi ekki að henda þeim en fannst þeir ekki alveg nógu góður eins og þeir voru. Þannig að ég skrapp í málningarbúðina og keypti hvítt málningarsprey.

Veðrið var frábært á Ísafirði á meðan ég var þar og því var bara kjörið að spreyja stjakana úti í garði.

Miðað við að þetta var í fyrsta skipti sem ég nota svona sprey þá er ég bara nokkuð sátt við útkomuna.

Stjakarnir eins og þeir komu upp úr kjallaranum

Stjakarnir spreyjaðir út í garði


Bara nokkuð sátt með þetta :)

mánudagur, 24. febrúar 2014

Myndir úr sveitinni.

Ég hef mjög mikinn áhuga á ljósmyndun, en hætti að taka myndir um tíma.
Nú er ég farin að æfa mig aftur og auðvitað er það þannig að æfingin skapar meistarann - ég þarf ansi oft að minna mig á það..

Síðustu helgi skruppum ég og Óli austur í sveitina til þess að fara á þorrablót sem mikil skemmtun.
Í leiðinni tók ég nokkrar myndir í fallega veðrinu sem var á sunnudaginn.





fimmtudagur, 20. febrúar 2014

Brúðkaup í Maryland

4. ágúst 2012 fórum ég og Óli í æðislega fallegt og skemmtilegt brúðkaup.
Brúðurin var æskuvinkona mín, Guðbjörg, og mikið sem hún var falleg á þessum degi.
Bæði athöfnin og veislan voru haldin í garðinum heima hjá brúðhjónunum, sem svo heppilega vill til að liggur við strönd - umhverfið var stórkostlegt.

Afskaplega flott brúðhjón.

Mér finnst svarthvítar myndar alltaf svolítið dramatískar og fallegar.




mánudagur, 17. febrúar 2014

Síðustu dagar í myndum.

Spilaði Ticket við frændsystkini.

Morgunbirtan var ótrúlega falleg þar síðustu helgi.

Ég elska bækur og gaf mér loksins tíma í að lesa eitthvað annað en námsefni fyrir skólann.

Framtakssemin að fara með okkur. Settum loksins fætur undir hilluna, ca ári eftir að þær voru keyptar.


Hlustaði á live tónlist frá Óla á meðan við tókum pásu frá spili.

 Systir mín og fjölskylda komu svo í heimsókn og mikið sem þessi börn geta brætt hjarta manns.
Aron Ýmir töffari.

Hrafnhildur Katrín klára og skemmtilega.

Fallega systir mín og krúttið hún Sara Matthildur.

Mér finnst útsýnið á morgnanna svo fallegt.

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...